Norður-Kórea og Kína – Einfarinn og heimsveldið

Norður-Kórea verður viðfangsefni í spjallkaffi nóvembermánaðar hjá U3A

þriðjudaginn 21. nóvember  kl 17:15 á Grand hóteli við Sigtún

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra fjallar um Norður-Kóreu og Kína.

Gunnar Snorri rifjar upp kynni af stjórnvöldum í þessum ríkjum og ræðir flókin samskipti og sögu þeirra.  Hann gegndi starfi sendiherra gagnvart Norður Kóreu með búsetu í Beijing á árunum 2006-2010 og er á leið aftur til Kína til að taka við starfi sendiherra þar í janúar.

Gunnar Snorri á að baki nær fjörutíu ára farsælan feril í íslenskri utanríkisþjónustu og var skipaður sendiherra 1991. Hann hefur m.a. verið sendiherra gagnvart fjölmörgum ríkjum Austur-Asíu, auk ýmissa Evrópuríkja og alþjóðastofnana.

Allir eru velkomnir en skráning er nauðsynleg ekki síðar en á mánudag 20. nóvember.

SKRÁ MIG HÉR.

 

Aðgangseyrir fyrir félagsmenn er kr. 1000, en kr. 2000 fyrir aðra, og greiðist í reiðufé við  innganginn. Kaffi og kökusneið innifalin,

Ritstjórn nóvember 17, 2017 11:14