Normið er ný framúrstefna

Sýningin NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA opnaði nýverið í Gerðarsafni og er hugleiðing um birtingarmyndir hversdagsleikans í íslenskri samtímalist. Á sýningunni eru verk ellefu listamanna sem eiga það sameiginlegt að vinna verk sem verða til ​úr efni og aðstæðum hversdagsins. Er þar nýjum verkum tvinnað saman við verk frá tíunda áratugnum þar sem má finna aðdáun á því sem er óvenjulega venjulegt. Heiðar Kári Rannversson, sýningarstjóri. Listamenn: Anna Hrund Másdóttir, Arna Óttarsdóttir, Arnfinnur Amazeen, Emma Heiðarsdóttir, Finnur Arnar Arnarson, G.Erla – Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Loji Höskuldsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Sveinn Fannar Jóhannsson, Þorvaldur Þorsteinsson. Sýningin er opin frá klukkan 11 til 17 alla daga vikunnar nema mánudaga og stendur til 12. mars.

Ritstjórn janúar 30, 2017 15:08