Norsk skólalúðrasveit heimsækir Hörpu

Voksen skoles musikkorps er skólahljómsveit frá Ósló sem ávallt lýkur starfsárinu sínu með 4-6 daga sumarbúðum. Að þessu sinni koma þau með sumarbúðirnar sínar til Íslands og halda tónleika í Hörpuhorninu laugardaginn 21. júní ásamt gestgjöfum sínum í Skólahljómsveit Kópavogs.

Hljómsveitin samanstendur af blásara- og slagverksnemendum á grunn- og framhaldsskólastigi á aldursbilinu 13 til 19 ára.

Tóneleikarnir eru í Norðurljósasal Hörpu, og hefjast klukkan 17.00. Aðgangur er frír á meðan húsrúm leyfir.

Á þjóðhátíðardegi Norðmanna þann 17. maí ár hvert fara allar skólalúðrasveitir Noregs í skipulagðar skrúðgöngur og færa tónlist sína inn á götur og stræti allra bæja og borga. Reykvíkingum gefst kostur á að kynnast þessari hefð þann 22. júní en þá mun hljómsveitin vera með skrúðgöngur í Fjölskyldugarðinum og á Laugaveginum. Einnig verða haldnir tónleikar á Þingvöllum þann 23. júní.

Ritstjórn maí 11, 2015 10:41