Ókeypis Gong slökun í Listasafni Íslands

GUÐRÚN DARSHAN LEIÐIR GÖNGSLÖKUN Í LISTASAFNI ÍSLANDS

  • 9.12.2017, 13:00 – 14:00, Listasafn Íslands

Gongslökun í fallegu umhverfi Listasafns Íslands þann 9. desember kl. 13.

Gongslökun er mjög eflandi og nærandi upplifun sem opnar fyrir flæðið innra með okkur.
Í annríkinu sem einkennir nútímalíf er lífsnauðsynlegt að kunna listina að slaka á.

Guðrún Darshan er  jógakennari, markþjálfi, bowentæknir og hómópati. Hún rekur jóga- og heilsustöðina Andartak, kennir jóga í Bústaðakirkju og stendur fyrir jógakennaranámi á sama stað. Auk þess býður hún upp á tíma í einstaklingsmiðaðri ráðgjöf, hómópatíu og markþjálfun. Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir jóga og hugarrækt og því hvernig við getum skapað okkur líf í jafnvægi þar sem allir fá að blómstra.   

Ritstjórn desember 8, 2017 13:21