Ókeypis aðventuskemmtun í Hörpu

Það er boðið uppá fjölbreytta dagskrá í Hörpu alla aðventuna og það er ókeypist á flesta þessara viðburða. Um helgina er dagskráin þannig:

Laugardagur 9. desember

13:30  Kammerhópar úr Menntaskólanum í tónlist leika fyrir gesti
14:00  Lúðrasveitin Svanurinn
14:00  Maxímús Músíkús gefur mandarínur og endurskinsmerki
15:00  Sígild jól: Söngur og píanó
16:00  Tónskóli Sigursveins
16:00  Jólalest Coca-Cola. Einn af stóru trukkunum úr jólalestinni verður staðsettur fyrir framan Hörpu og mun gestum og gangandi standa til boða að fá mynd af sér með honum ásamt jólasveinum. Einnig mun Coca-Cola gefa Coke og piparkökur. Jólalestin sjálf mun svo keyra fram hjá Hörpu í kringum kl 18:00 en hún verður á ferð um höfuðborgarsvæðið á milli kl 16-20:30. Jólatrukkurinn Coca-Cola var hjá Hörpu í fyrsta skipti í fyrra og gekk það mjög vel og má því búast við fjölda fólks á svæðið enda Jólalestin órjúfanlegur partur af jólaundirbúningnum hjá mörgum.

Sunnudagur 10. desember

14:00  Skólahljómsveit Austurbæjarskóla

Ritstjórn desember 8, 2017 13:16