Ómkvörnin – uppskeruhátíð ungra tónskálda

Tónleikar nr 1 – Raftröð

Föstudagurinn 8. maí kl. 18:00

Ómkvörnin verður haldin hátíðleg dagana 8.-9. maí í Kaldalóni, Hörpu.

Ómkvörnin er uppskeruhátíð ungra tónskálda frá Tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands þar sem glæný og fersk verk þeirra eru flutt í samstarfi við bæði hljóðfæraleikara skólans sem og annarsstaðar frá.

Þessi fjölbreytta tónaveisla verður nú haldin í sjötta sinn og er aðgangur ókeypis.

“Raftröð” eru fyrstu tónleikar Ómkvarnarinnar. Á þessum tónleikum má búast við kraftmiklum rafverkum bæði í stafrænu sem flaumrænu formi.

“Ljóðlist í Fljótandi Formi” eru aðrir tónleikar Ómkvarnarinnar. Kór LHÍ ásamt minni sönghópum munu stíga á stokk og þenja raddirnar sem best þau geta.

“Kammer At” eru þriðju tónleikar Ómkvarnarinnar. Hér skína kammerhópar, jafnt sem einleikarar, sínu skærasta og fylla Kaldalón af tærum tónum.

“Einhverslags Hörpu Tónleikar” eru síðustu tónleikar Ómkvarnarinnar að sinni. Á þessum tónleikum er píanóið alfarið í forgrunni þó að önnur hljóðfæri gætu slegist með í leikinn.

 

 

Ritstjórn maí 7, 2015 14:02