Opinn hljóðnemi á Dögum ljóðsins

Á viðburðinum gefst ljóðskáldum færi á að flytja ljóð sín í notalegu umhverfi Garðskála Gerðarsafns, Hamraborg 4, og í félagsskap annarra ljóðskálda. Ljóðabækur verða seldar á staðnum og Garðskálinn býður ljúfar veitingar til sölu. Viðburðurinn er liður í Dögum ljóðsins sem standa yfir frá 21. – 28. janúar í Menningarhúsunum í Kópavogi.

Opni hljóðneminn er í samstarfi við Blekfjelagið, nemendafélag ritlistarnema við Háskóla Íslands. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Ritstjórn janúar 23, 2017 12:59