Opnun sýningar á Nordic Dummy Award ljósmyndabókum

 

Nordic Dummy Award verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2012. Fotogalleriet í Oslo hefur veg og vanda af keppninni, þar sem ljósmyndarar sem starfa á Norðurlöndum geta sent inn prufueintök af ljósmyndabókum. Tilnefndar bækur eru sýndar víðsvegar á Norðurlöndum og mun vinningsbókin vera gefin út af Kehrer forlaginu í Þýskalandi.

Bækurnar verða til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur dagana 16.-26. mars.

Verðlaunin verða í fyrsta skipti veitt á Íslandi þann 21. mars kl. 16 í Ljósmyndasafninu í Reykjavík. Fyrirlestrar í tengslum við verðlaunaafhendinguna fara fram þann sama dag í safninu. Ljósmyndasafninu er heiður að því að vera hluti af sýningarferð Nordic Dummy Award og er kynning á þeim gott innlegg í vaxandi útgáfu ljósmyndabóka hér á landi. Ljósmyndasafnið er til húsa við Tryggvagötu 15, 6 hæð. Opið mánudaga til fimmtudaga 10-18. Föstudaga 11-18 og um helgar frá 13-17.

 

 

Tilnefningar 2018:

 

Øystein Agerlie. Noregur. Encyclopaedia of Man

 

Celeste Arnstedt & Petter Wessel, Danmörk og Noregur. Olivenbjerget (Mount Olivet)

 

Theo Elias, Svíþjóð. Smoke

 

August Eriksson, Svíþjóð. Kaihogyo

 

Anna Hyvärinen, Danmörk. Lost Identity

 

Ole Nesset, Noregur. Unburdened Migration.

 

Steffen Kloster Poulsen. Danmörk. 6 not taken, and You Deserve Hell

 

Matilde Søes Rasmussen, Danmörk. Uprofessionel [Unprofessional]

 

Tina Umer, Svíþjóð. Danish Mountains.

 

 

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Tryggvagata 15, 6 hæð

Opið:

Mánudaga – fimmtudaga: 10:00 – 18:00

Föstudaga: 11:00 – 18:00

HELGAR: 13:00 – 17:00

Ritstjórn mars 15, 2019 10:47