Vonir ömmu, veruleiki pabba. Fyrirlestur í Öskju

Vonir ömmu, veruleiki pabba.  Munur kyns og kynslóða.  Þannig hljóðar yfirskrift fyrirlesturs sem Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur flytur um ömmu sína á föstudaginn.  Fyrirlesturinn verður EKKI í Þjóðminjasafninu eins og verið hefur heldur í Öskju í Háskóla Íslands.  Í kynningu á fyrirlestrinum segir:  „Ég veit mamma að þú vilt að ég verði langskólagenginn en ég held að það verði ég ekki.“ Amma Guðna, Sigurveig Guðmundsdóttir, var hámenntuð í besta skilningi þess orðs, víðlesin og ætíð í leit að svörum við lífsins gátum. Í háskóla gat hún hins vegar ekki farið, barn síns tíma þegar slíkt taldist til forréttinda fárra karla. En að því kom að draumurinn gæti ræst í gegnum frumburðinn”.

Þessi fyrirlestur er hluti af fyrirlestraröð RIKK núna á vormisseri, þar sem ýmsir fræðimenn ræða um ömmur sínar. Fyrirlestrarnir eru í tilefni af því að 100 ár eru á þessu árin liðin frá því íslenskar konur fengu kosningarétt.  Þeir hafa notið óhemjuvinsælda og er fundarsalurinn í Þjóðminjasafninu sprunginn utan af fyrirlestrunum.  Þess vegna hafa þeir verið fluttir í stofu 132 í Öskju, Sturlugötu 7.

Ritstjórn febrúar 17, 2015 13:25