Passíusálmalestur í Hallgrímskirkju

Föstudaginn langa, 3. apríl, verður upplestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar í kirkjunni.

Í tilefni af afmælisári kosningaréttar kvenna munu 10 valinkunnar konur lesa Passíusálmana á föstudaginn langa 2015. Þær eru Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Brynja Þorgeirsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Umsjónarmenn eru Þórunn Sigurðardóttir og Ævar Kjartansson.

Ókeypis aðgangur.

 

Ritstjórn mars 30, 2015 09:38