Polish Posters

Pólsk kvikmyndaveggspjöld (e. Polish Posters) er einstök sýning á sérhönnuðum veggspjöldum pólskra listamanna. Hluti veggspjaldanna voru sérstaklega unnin fyrir Riff og túlkun á kvikmyndum leikstjóra sem hafa verið heiðursgestir á RIFF síðastliðin ár. Þar má nefna leikstjórana David Cronenberg, Jim Jarmusch og Alejandro Jodorowsky. Á sýningunni eru einnig veggspjöld sem túlkuð hafa verið fyrir stórmyndir kvikmyndasögunnar og leikstjóra á borð við Stanley Kubrick, David Lynch, Jean-Pierre Jeunet, Roman Polański og Krzysztof Kieślowski.

Sýningin er í Norræna húsinu, Sturlugötu 5 í Reykjavík.

Ritstjórn september 25, 2017 14:55