Rannveig og Birna halda tónleika

 

Rannveig Káradóttir, sópransöngkona, og Birna Hallgrímsdóttir, píanóleikari,  halda tónleika í tilefni af útgáfu geisladisksins Krot – Icelandic Songs í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 4. september kl 17:00. Miðaverð 2.700 til 3.000 krónur. Miðar fáanlegir á heimasíðu Salarins eða á www.tix.is. Eftir að hafa hlotið styrk úr Tónlistarsjóði ferðuðust Rannveig og Birna um landið sumarið 2011 og héldu tíu tónleika með íslenskum sönglögum innblásnum af náttúru Íslands. Lögin fundu þær í skjalasafni Bókasafns Tónlistarskólans í Reykjavík. Nú fimm árum síðar hefur langþráður draumur þeirra um að gefa þessi lög út á geisladisk orðið að veruleika.

 

Ritstjórn september 2, 2016 11:45