Ritþing Gerðubergs – Auður Ava Ólafsdóttir

Ritþing ǀ Rabarbari, karlmennska og dvergar – Auður Ava Ólafsdóttir

Auður Ava Ólafsdóttir Ritþing Gerðuberg Borgarbókasafnið

Rabarbari, karlmennska og dvergar – Auður Ava Ólafsdóttir
Ritþing Gerðubergs, 7. nóvember 2015 kl 14.00-16.30

Ritþing Gerðubergs hafa verið haldin frá árinu 1999 og eiga nú fastan sess í menningarlífi borgarinnar. Fyrirkomulagið er þannig að rithöfundur situr fyrir svörum stjórnanda og tveggja spyrla í léttu persónulegu spjalli, leikin er lifandi tónlist sem tengist höfundi og lesið er upp úr verkum hans. Á þennan hátt gefst lesendum einstakt tækifæri til að öðlast persónulega innsýn í líf og feril rithöfundarins, kynnast persónunni á bakvið verkin, viðhorfum hans og áhrifavöldum.

Á ritþingi haustsins er Auður Ava Ólafsdóttir gestur. Stjórnandi þingsins er Guðni Tómasson og spyrlar eru Auður Aðalsteinsdóttir og Hallgrímur Helgason.

Ritþingið stendur frá klukkan 14-16.30 í Borgarbókasafninu Gerðubergi.

Ritþingin eru hljóðrituð og gefin út prentuð en útgáfuna má síðan nálgast rafrænt á heimasíðu Gerðubergs. Þingin eru því ekki aðeins ánægjuleg upplifun þeirra sem hlusta á staðnum heldur einnig varanleg heimild um viðkomandi rithöfund.

Aðgangur er ókeypis – allir eru velkomnir á ritþing á meðan húsrúm leyfir!

Ritstjórn nóvember 2, 2015 11:11