Samningatækninámskeið U3A á þriðjudaginn

Háskóli þriðja æviskeiðsins, er með viðburði í Hæðargarði 31 alla þriðjudaga klukkan 17:15.  Á þriðjudaginn kemur 13.október verður haldið námskeið í samningatækni, í samstarfi við Rými-akademíu. Fyrirlesari er Thomas Möller.

Samningatækni nýtist öllum í daglegum samskiptum. Hún er ekki bara gagnleg í vinnunni, heldur líka í fjölskyldu- og vinahópi, í samingum okkar við tryggingafélög, við íbúðakaup og bilakaup. Við erum aldrei á hærra kaupi en þegar við erum að semja!

Námskeið um Tímastjórnun verður síðan á dagskrá hjá U3A  í desember og stefnt er að tveimur námskeiðum í viðbót á vorinu.

Aðgangur að glærunum á netinu er ókeypis en aðgangseyrir að erindi Thomasar  í Hæðargarði verður að venju 500 kr.

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn september 25, 2015 15:24