Segir frá reynslu sinni við að greinast með Parkinson sjúkdóminn

Umræðufundur Parkinsonsamtakanna verður haldinn laugardaginn 7. mars kl. 11:00-12:30 í sal SEM samtakanna Sléttuvegi 3, 4. hæð.
Hrafnhildur Björk Sigurðardóttir segir frá reynslu sinni þegar hún fékk greiningu og Bjarni Karlsson prestur og aðstandandi stýrir umræðum. Kjörið fyrir nýgreinda og þeirra fólk að koma og heyra reynslu annarra sem standa í sömu sporum. Fundurinn er ókeypis og öllum opinn en kaffiveitingar eru á vægu verði, 500 kr. á mann.

Verið velkomin – við erum öll að læra.

Ritstjórn mars 4, 2015 15:50