Skemmtileg dansnámskeið hjá FEB í Reykjavík

Danskennslan hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni byrjar í dag mánudaginn 12. sept. Kennt er í Ásgarði, húsi félagsins í Stangarhyl 4 í Árbæjarhverfinu.

Kenndir verða samkvæmisdansar kl. 17.00 – 18.00, línudans kl. 18.00 – 19.00 og samkvæmisdansar framhald kl. 19.00- 20.00. Kennslugjald kr. 3000.- fyrir hver fjögur skipti, kennari sem fyrr Lizy Steinsdóttir.
Nýir félagar að sjálfsögðu velkomnir.
Ritstjórn september 12, 2016 12:38