Snjóflóðin mannskæðu – fyrirlestur U3A

Þriðjudaginn 14. nóvember kl 17:15 í Hæðargarði 31 verður fjallað um Snjóflóðin mannskæðu 

Svanbjörg Haraldsdóttir, jarðeðlisfræðingur fjallar um snjóflóðið á Flateyri í október 1995 og flóðin í Neskaupstað í desember 1974 og snjóflóðasöguna á þessum svæðum. Auk þess kemur hún inn á snjóflóðavarnir, vinnu Hjörleifs Guttormssonar og fleiri 1975, og hvernig hugsun og skipulag þróaðist í kjölfar flóðanna í Súðavík og á Flateyri.

Allir eru velkomnir, en nauðsynlegt er að skrá sig.

SKRÁ MIG HÉR.

Aðgangur er kr. 500 og greiðist í reiðufé við innganginn.

Svanbjörg lauk BS námi frá HÍ 1974, stundaði síðan MS nám í Bandaríkjunum á Fulbright styrk í tvö ár og  svo í fimm ár við starf og nám við Uppsalaháskóla. Hún kenndi í fimm ár við MR og starfaði jafnframt við Orkustofnun. Síðan tók við 10 ára starf hjá Vegagerðinni og  síðan 10 ára starf sem sérfræðingur á snjóflóðavörnum Veðurstofunnar. Hún lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2004 og var titill ritgerðar hennar “Snow, snowdrift, and avalanche hazard in a windy climate”. Frá 2007 hefur hún starfað sem forðafræðingur hjá Íslenskum Orkurannsóknum (ÍSOR) m.a. við eftirlit með þróun jarðhitakerfa. Hún hefur samhliða sinnt kennslu við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og við Iceland School of  Energy við HR.

Ritstjórn nóvember 13, 2017 12:00