Enn tala steinarnir í Suðursveit – Líttu inn í Þórbergssetur á leið um landið

Á Hala í Suðursveit er Þórbergssetur auðþekkjanlegt frá þjóðveginum. Þar er nokkurs konar bókhlaða og er veggur hennar sem snýr að þjóðveginum þakinn bókarkjölum í ofurstærð. Þarna er sýning um líf og starf Þórbergs Þórðarsonar og einnig góður veitingastaður sem býður uppá mat úr hráefnum sem tengjast svæðinu. Þórbergur var einn merkasti rithöfundur síðustu aldar. Hann fæddist á Hala og ólst þar upp. Þegar hann var barn, var Hali mjög einangraður staður, með óbrúaðar jökulár og báðar hliðar. Bærinn stendur nálægt ströndinni og lífið á þessum einangraða stað snerist um baráttuna við náttúruöflin. Það mótaði Þórberg sem skáld. Þóbergssetrið er opið frá 9 á morgnana til 20 á kvöldin.

 

Ritstjórn júní 8, 2017 13:56