Sumarbörn í Bíó Paradís

Systkinin Eydís og Kári eru send til sumardvalar á afskekkt barnaheimili vegna heimiliserfiðleika og fátæktar. Börnin trúa því statt og stöðugt að dvölin verði stutt, en biðin veldur þeim síendurteknum vonbrigðum. Dagarnir líða, en Eydís með sinn sterka lífsvilja og lífsgleði yfirstígur hverja hindrunina eftir aðra með ráðsnilld og dugnaði og umhyggju fyrir Kára bróður sínum.

Myndin er sýnd í samstarfi við SENU. Leikstjóri er Guðrún Ragnarsdóttir.

Smelltu á slóðina hér  til að sjá sýnishorn af myndinni.

 

Ritstjórn október 20, 2017 14:37