Sumir eru að segja að hún muni nú ílengjast þar – fyrirlestur um húnvetnsk fræði

Kæru félagar og áhugafólk um U3A og húnvetnsk fræði. Nú er að hefjast framhald á fyrrihlutanámi í húnvetnskum fræðum.

Síðastliðinn vetur gengust Húnvetningafélagið í Reykjavík og U3A fyrir nokkrum fyrirlestrum í Húnabúð um húnvetnsk fræði, sem mæltust vel fyrir og á þeim síðasta var ákveðið að halda þessari viðleitni áfram í vetur. Sömu aðilar ásamt Sögufélagi Húnvetninga munu því efna til þriggja fyrirlestra af svipuðu tagi næstu þrjár vikur og væntanlega verða fleiri eftir áramótin.

Fyrirlestrarnir verða haldnir í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 17.00 á miðvikudögum, fyrst þann 9. nóv.

Komugjald er 1000 kr. og er kaffi og meðlæti innifalið.

Miðvikudag. 9. nóv. kl. 17

Sesselja Þórðardóttir: Sumir eru að segja að hún muni nú ílengjast þar.

Sesselja mun fjalla um hjónin Sesselju Þórðardóttur og Pál Jónsson er bjuggu í Sauðanesi í Torfalækjarhreppi snemma á síðustu öld. Sesselja er fædd og uppalin á Sauðanesi og starfaði sem grunnskólakennari í Reykjavík.

 

Ritstjórn nóvember 7, 2016 16:07