Sýning nemenda á Listnámsbraut FG 

Boðið er á samsýningu nemenda í lokahópum listnámsbrautar Fjölbrautaskólans í Garðabæ.

Sýningin verður í Gróskusalnum á 2.hæð á Garðatorgi.
Opnunin verður laugardaginn 28.apríl kl.14:00 og verður opið til kl. 18:00 þann dag.
Sýningin verður síðan opin 14:00 – 18:00
Sunnudaginn 29. apríl
Mánudaginn 30. apríl og
Þriðjudaginn 1. maí.
Aðgangur er ókeypis.

Sýningin er afrakstur vinnu 7 nemenda í lokaáfanga á fata- og textílhönnunarsviði og 12 nemenda á myndlistarsviði. Viðfangsefni þeirra er ólík og hefur hver og einn þróað eigin aðferðir og efnistök.

Ritstjórn apríl 20, 2018 12:06