Systkinatónleikar á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta munu Guðfinnur og Kristín Sveinsbörn syngja inn sumarið með sínum þriðju systkinatónleikum. Með þeim leikur Kristinn Örn Kristinsson á píanó.

Dagskrá tónleikana samanstendur af íslenskum dægurlaga- og söngperlum, vel völdum þýskum ljóðum og nokkrum óperu- og antíkaríum og dúettum. Má þar á meðal finna lög eftir Jón Ásgeirsson, Ingibjörgu Þorbergs, Brahms, Schubert, Wolf, Donizetti og að sjálfsögðu Mozart.

Hápunktur kvöldsins verður svo frumflutningur á nýju verki Hreiðars Inga Þorsteinssonar fyrir tvö einsöngvara og lítinn kammerkór. Kórinn samanstendur af gömlum söngfélögum Guðfinns og Kristínar úr Kór Langholtskirkju.

Tónleikarnir verða haldnir í Fella- og Hólakirkju þann 20. apríl næstkomandi kl. 20.

Síðustu ár hafa miðar rokið út og þurft að vísa fólki frá og því hvetjum við fólk til að tryggja sér miða sem allra fyrst.

Almennt miðaverð: 2.000 kr
Nemendur, eldri borgarar og öryrkjar: 1.500 kr
Börn yngri en 12 ára: frítt inn

Ritstjórn apríl 12, 2017 12:06