The Shape of Water í Bíó Paradís

Mynd sem gerist í ævintýraheimi, á tímum kalda stríðsins, í Bandaríkjunum í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar. Í leynilegri rannsóknarstofu hins opinbera starfar Elisa, sem er einmana, föst í hljóðlátu og einangruðu umhverfi. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún og samstarfskona hennar Zelda, uppgötva háleynilega tilraun.

Kvikmyndin The Shape of Water hlaut fern verðlaun, þar á meðal sem besta kvikmynd, en hún fékk alls 13 tilnefningar. Leikstjóri myndarinnar, Guillermo del Toro, hlaut jafnframt verðlaun fyrir bestu leikstjórn. Þetta er í fjórða sinn á fimm árum sem mexíkóskur leikstjóri hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun.

Ritstjórn mars 16, 2018 17:07