Þróun byggðar í Reykjavík – Gönguferð frá styttu Skúla fógeta

 

 U3A minna  á annan hluta þessa námskeiðs Reykjavík – Byggð í þróun

Gönguferð um Kvosina í miðbæ Reykjavíkur með leiðsögn

Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur og Orra Vésteinssonar

Safnast verður saman í Víkurgarði við Aðalstræti við styttu Skúla fógeta. Þaðan ferður rölt um Kvosina í miðbæ Reykjavíkur og  skoðaðir staðir þar sem fundist hafa minjar um landnám í Reykjavík. Í lokin verður Landnámssýningin við Aðalstræti heimsótt.

Staður og stund: Gönguferðin hefst við styttu Skúla fógeta í Víkurgarði við Aðalstræti laugardaginn 6. maí kl. 13:30  og reiknað með að henni ljúki 15:30

Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Vinsamlega skráið þátttöku: SKRÁ MIG HÉR

 

Þriðji hlutinn verður svo á þriðjudaginn kemur, erindi

Hjörleifs Stefánssonar, arkitekts

Hjáleigur og tómthús í Reykjavík

 

Hjörleifur Stefánsson fjallar um sögu torfhúsa í Reykjavík frá upphafi til miðrar 20. aldar. Einkum húsakosts á leigubýlum og tómthúsum á 18. og 19. öld. Fjallað verður um myndbreytingu torfhúsanna með tilkomu hitunartækja upp úr miðri 19.öld og mótunarsögu steinbæjanna. Hjörleifur er arkitekt og hefur rekið eigin teiknistofu frá 1977 að frátöldum árunum 1997-2000 þegar hann var sviðssstjóri útiminjasviðs Þjóðminjasafns Íslands. Hann hefur skrifað bækur og greinar um íslenska byggingarsögu og byggingarlist og hlotið ýmsar opinberar viðurkennigar fyrir störf sín.

 

Staður og stund: Hæðargarður 31, þriðjudaginn 9. maí kl. 17:15-18:30

Allir velkomnir. Aðgangseyrir 500 krónur . Vinsamlega skráið þátttöku: SKRÁ MIG HÉR.

 

*Ekki er skilyrði að mæta þurfi á alla viðburðina

Ritstjórn maí 4, 2017 13:39