Tómas R, Sigríður Th og Gunnar með tónleika á Gljúfrasteini á sunnudaginn

Tómas R. Einarsson, Sigríður Thorlacius og Gunnar Gunnarsson koma fram á stofutónleikum næstkomandi sunnudag. Þau munu flytja tónlist við ljóð Halldórs Laxness og lög Tómasar R.

Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og tónskáld, hefur gefið út fjölda diska með frumsaminni tónlist sem hefur einnig verið útsett fyrir stórsveitir og kóra og endurhljóðblönduð og valin á alþjóðlega safndiska. Síðasti geisladiskur hans var Bongó (2016).

Sigríður Thorlacius hefur um árabil verið ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar. Hún hefur lengi starfað með hljómsveitinni Hjaltalín, en einnig komið fram með fjölmörgum hljómsveitum og kórum og gefið út geisladiska í eigin nafni. Hún var aðalsöngkona á tveimur geisladiskum Tómasar R.: Mannabörnum (2014) og Bongó (2016).

Gunnar Gunnarsson, organisti og píanóleikari. Hefur getið sér gott orð fyrir fjölbreytilegan tónlistarflutning innanlands og utan og gefið út fjölda diska í eigin nafni. Hann hefur einnig starfað sem útsetjari og útsetti 18 lög Tómasar R. sem komu á disknum Mannabörn (2014) og í samnefndu nótnahefti.

Nánari upplýsingar veita Tómas R. Einarsson í síma: 898 1183 og Valdís Þorkelsdóttir í síma: 866 4595

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 4. júní til 27. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðaverð er 2000 krónur.

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.

Gljúfrasteinn – hús skáldsins

Laxness Museum

 

Pósthólf 250, 270 Mosfellsbær, +354 586 8066

gljufrasteinn@gljufrasteinn.is

www.gljufrasteinn.is

Ritstjórn júní 27, 2017 12:31