Tveir fyrir einn og leiðsögn í Safnahúsi

Sunnudaginn 5. júlí verður „tveir fyrir einn“- tilboð á sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Þá mun Markús Þór Andrésson sýningarstjóri leiða gesti um sýninguna í leiðsögn sem hefst klukkan 14 og er gestum að kostnaðarlausu.

Sýningin er nokkurskonar ferðalag um íslenskan myndheim þar sem verkum viðurkenndra listamanna/kvenna og ófaglærðra er teflt saman, nýrri listsköpun og fornri svo sem Jónsbók og vídeóverki Ragnars Kjartanssonar.

Fyrsti kjörgripur sýningarinnar er geirfuglinn og fyrsta sérsýningin er verk eftir Steinu Vasulka. Sérstök fræðslurými og fræðsluefni sem hæfir öllum aldurshópum er aðgengilegt á sýningunni.

 

Ritstjórn júlí 3, 2015 11:24