Undir Parísarhimni – Bergljót Arnalds

Bergljót Arnalds söngkona, Birgir Þórisson píanóleikari, Birgir Bragason bassaleikari, Margrét Arnar harmónikkuleikari skapa Parísarstemningu þann 21. mars næstkomandi. Kveikt verður á kertaljósum kl. 21:00 og áhorfendur fá að hlýða á gullfalleg lög sem Edith Piaf, Jacques Brel, Josepth Kosma og Charles Aznavour hafa gert fræg. Tónleikarnir eru fyrir alla þá sem vilja upplifa ljúfa tóna frá borg ástarinnar og hverfa þangað eina kvöldstund.  Tónleikarnir verða í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Miðinn kostar 3.800 krónur.

Ritstjórn mars 15, 2019 11:56