Vald og lýðræði á Íslandi – 100 árum síðar

Í Háskóla Íslands verður 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna minnst með ráðstefnunni, Vald og lýðræði á Íslandi – 100 árum síðar. Meginþema ráðstefnunnar er margbreytileiki, þátttaka og lýðræðishugmyndir í íslensku samfélagi nú 100 árum eftir að kosningaréttur varð almennur á Íslandi. Í tengslum við ráðstefnuna verður Dr. Önnu Guðrúnu Jónasdóttur, prófessor í stjórnmála- og kynjafræði við Háskólann í Örebro veitt heiðursdoktorsnafnbót og verður hún fyrsti heiðursdoktorinn við Stjórnmálafræðideild HÍ.

Ráðstefnan verður þann 18. júní  og er hún  haldin í Hátíðasal HÍ og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku.

Aðgangur er ókeypis – öll velkomin.

___________________________________________________

Ritstjórn júní 15, 2015 10:43