Vinsælu iPad námskeiðin halda áfram

Nú hafa rúmlega hundrað manns komið á iPad og spjaldtölvu námskeið hjá Félagi eldri borgara, frá því í desember.

Mikil ánægja hefur verið með þau og næstu námskeið verða fimmtudaginn 5. apríl og seinni hluti mánudaginn 9. apríl, einkatími í klst með kennara fylgir auk tölvupóststuðnings í mánuð ásamt kennslugögnum.

Verð aðeins 8.500 fyrir félagsmenn FEB.  Hægt er að hafa samband við FEB í síma 588-2111 eða senda tölvupóst á netfangið feb@feb.is, til að skrá sig.

 

Ritstjórn mars 2, 2015 11:27