Viltu lækka húsnæðiskostnaðinn?

Fasteignasalan Húsaskjól í Kópavogi heldur úti bloggi um ýmislegt sem varðar íbúðarkaup og sölu. Í nýju bloggi segir að fasteignaverð hafi hækkað mikið á höfuðborgarsvæðinu síðasta árið, eða nálægt 15% og allt að 20% á svæðum utan þess. Þessu valdi nokkrir þættir svo sem langvarandi skortur á íbúðum, mun fleiri kaupendur séu nú um hverja eign, kaupmáttur hafi aukist mikið síðustu árin og vextir hafi lækkað.

Þrátt fyrir að þú sért ekki í söluhugleiðingum þá eru þetta jákvæðar fréttir fyrir þig sem fasteignaeiganda þar sem sjaldan hafa verið betri aðstæður til að endurfjármagna eldri og óhagstæðari íbúðalán en einmitt núna.   Kostnaðurinn við lántöku hefur lækkað gífurlega á síðustu árum, t.d. er búið að fella út stimpilgjöld á nýjum lánum sem voru 1.5% og lántökugjöld eru almennt föst tala í dag á bilinu 50.000-70.000 í staðinn fyrir 1% eins og var áður.

Í blogginu segir að þetta sé auðvitað mismunandi eftir lánastofunum og því sé mikilvægt að kynna sér lánareglur og lánakjör hvers og eins og bera vel saman, þar sem sjaldan hafi verið meiri samkeppni milli lánastofnana, sem komi lántökum vel.  Þar segir einnig að inni á www.spara.is sé hægt að bera saman 2 mismunandi lán og sjá mismuninn á greiðslubyrði. Flestar lánastofnanir séu einnig með góðar reiknivélar inn á sínum heimasíðum og því sé auðvelt að bera saman vexti og greiðslubyrði.

Hvað myndir þú gera við auka 20.000-40.000 kr. á mánuði, þetta er talan sem mjög margir geta lækkað greiðslubyrðina sína með því að endurfjármagna.

Vilt þú frekar spara fyrir fjölskyldufríi, endurnýja bílinn, leggja til hliðar í langtímasparnað eða setja þetta inn á höfuðstólinn og lækkar þannig skuldirnar ennþá hraðar.

Við hvetjum alla til að skoða lánin sín þar sem þetta er einfaldlega fljótleg og þægileg leið til að hækka ráðstöfunartekjur án þess að vinna meira.

Og Fasteignasalan Húsaskjól býður aðstoð við að koma þessu í kring, því stundum þurfi verðmat löggilts fasteignasala þegar endurfjármagna eigi eignir. Sjá nánar hér

 

Ritstjórn febrúar 2, 2017 13:36