Öll höfum við einhverja ósiði, hér eru sex ráð til að gera gott úr þeim. Að sleppa morgunnmat. Morgunnmatur er nauðsynlegur ef þú vinnur erfiðsvinnu eða ert krakki. Hafir þú aldrei verið gefin fyrir morgunnmat skaltu ekki hafa áhyggjur, vegna þess að nýjar rannsóknir sýna að sú máltíð hefur engin áhrif á þyngd, kólesterlól og ýmis efnaskipti líkamans.Mikið sjónvarpsgláp er ekki sem verst,því það að taka sér tíma til að fylgja flóknum söguþræði er ekki aðeins skaðlaust heldur getur það örvað heilastarfsemina.Að stökkva upp á nef sér er heldur ekki svo slæmt því það að byrgja reiðina inni er ekki hollt segir prófessorinn Sandra Thomas við háskólann í Tennessee. Samkvæmt rannsóknum hennar voru bólgur sem benda til æðasjúkdóma fátíðari hjá eldri konum sem létu reiði í ljós.
Vertu smá sóði og fáðu þér lúr
Smá sóðaskapur þarf ekki að vera sem verstur. Hreinsiefnin drepa hvort sem er ekki allar bakteríurnar. Tuskur og svampar geta dreift sýklum um allt hús segja örverufræðingar. það er því alveg óþarfi að eltast við hvert einasta rykkorn. Slúður getur verið af því góða. Að deila meinlausum kjaftasögum með vinum og vinnufélögum styrkir félagsleg tengsl og stuðlar að jákvæðri hegðun hjá fólki að sögn vísindamanna. En ekki tala samt illa um vini þína, það gæti leitt til félagslegrar einangrunar sem er ekki hollt.Að fá sér lúr er góður siður fyrir eldra fólk. Hálftíma blundur um miðjan dag er hollur en ekki sofa lengur en klukkutíma, því of mikill svefn getur líka verið óhollur.