Ómótstæðileg fyllt eggjakaka í helgardögurðinn!

Þessa eggjaköku er mjög gaman að bera fram um helgar. Hún er sérlega lystug og við flestra smekk. Gott brauð úr bakaríinu og góður ostur með gerir dögurðinn ógleymanlegan.

6 egg

3 msk. kalt vatn

nýmalaður pipar

salt

2-3 msk. söxuð setinselja

1/2 msk. olía

1 msk. smjör

1 laukur, saxaður

1 rauð paprika, fræhreinsuð og skorin í bita

150 g kirsuberjatómatar

100 g rifinn cheddar ostur

Brjótið eggin í skál og hrærið vatninu saman við ásamt pipar og salti. Ekki þeyta blönduna mikið, aðeins þar til allt hefur samlagast. Hærið steinseljuna saman við. Hitið pönnuna og setjið olíuna og smjörið út á hana. Saxtið laukinn og látið hann krauma þar til hann verður glær. Skerið kirsuberjatómatana í tvennt og bætið þeim, ásamt paprikunni út á pönnuna. Steikið þar til allt hefur mýkst. Hellið þá eggjablöndunni yfir og steikið þar til eggjamassinn hefur hlaupið en ekki stífnað. Brjótið eggjakökuna saman og rennið yfir á fat eða disk. Berið hana fram með brauði og salati, t.d. klettakáli en það er bragðmikið og fer sérlega vel með þessari eggjaköku.

 

 

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn apríl 29, 2022 15:10