Trúarofbeldi og skoðanakúgun samfélagsins
Að baki sögunni í Ragnarök undir jökli eftir Skúla Sigurðsson er frumleg og flott hugmynd. Sértrúarsöfnuður byggður á heimsmynd norrænnar goðafræði hefur komið sér fyrir á Suðurlandi, undir Mýrdalsjökli. Fólkið hefur gert upp gamlan bóndabæ og reist um hann virkisvegg.







