Tengdar greinar

Dimmumót eftir Steinunni Sigurðardóttur

Dimmumót er ellefta ljóðabók Steinunnar sem á fimmtíu ára rithöfundarafmæli um þessar mundir en fyrsta bók hennar Sífellur kom út árið 1969, þegar hún var nítján ára.  Steinunn hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, til að mynda fékk hún íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1995, fyrir skáldsöguna Hjartastaður.  Þá fékk hún Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2014 og kvikmynd hefur verið gerð eftir einni af hennar vinsælustu skáldsögu, Tímaþjófnum.

Dimmumót skiptist upp í kafla eða hluta og í þeim fyrsta fáum við að kynnast stelpu sem fer snemma að elska náttúruna á suðurlandi og fjöllin í sveitinni og þegar þessi stelpa eldist fer hún að kenna dóttur sinni að meta Jökulinn sem er svo stórbrotinn og fagur.

Ekki orðin tveggja, sú stutta og bratta,

Á leið upp í sveit með mömmu,

gangandi langt úr rútu, frá Minni-Borg,

það gat hún.

Hér fór kona í blóma lífsins

með föggur á veginum, kríli við hönd.”

 

Það kveður við hvassan tón í seinni hluta ljóðabókarinnar enda hlýnun jarðar ískyggileg.

 

„Jörðin okkar var ekki veikbyggð

hún stóð keik, þessi ósérhlífni allsnægtarkennmaður

sem ól okkur mannsbörnin við brjóst sér.

Hún hafði nóga mjólk svo okkur mætti vaxa ásmegin.

Hún hafði sterk bein til að þola okkur

og elskaði afkvæmin sem höfðu á sér eitt og annað yfirbragð;

gáfulegt, mildilegt, heimskulegt, ástríkt

en voru í reyndinni tortímendur með sleggju.

Lengi stóð hún af sér áraun óhugnaðarafkvæmanna

En svo fór

eftir höggin óteljandi, sífellt þyngri,

að móðurmorðingjarnir náðu að mölva undirstöðubeinin

alveg

og móðurjörðin steyptist á hliðina.

Hún lá þar kylliflöt hún

grafkjur

og sökk bjargarlaus

eins og í kvæði kvæðanna

eftir völvunnar hljóðan:

„Nú mun hún sökkvast.””

 

Ritstjórn nóvember 21, 2019 10:12