Ofnbakaðar kartöflur

Nýjar kartöflur eru dásamlega góðar. Þessi kartöfluréttur bragðast einstaklega vel með helgarsteikinni. Hann er líka góður einn og sér. Uppskriftin er nokkuð stór og ætti að duga fyrir sex til átta.

1,2 kg. litlar rauðar kartöflur skornar í tvennt

4 msk. ólífuolía

6 hvílauskrif rifin

1 ½ tsk. salt

1 tsk. nýmalaður svartur pipar

1 tsk. þurrkað timian

½ tsk. þurrkað oreganó

½ tsk. þurrkað basil

1/3 bolli rifinn parmesan ostur

2 msk. smjör í litlum bitum

2 msk. þurrkuð steinselja

Hitið ofninn í 180 gráður.  Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og  berið smá olíu á hann. Setjið kartöflurnar í stóra skál ásamt olíunni, kryddunum, hvítlauknum og parmesanostinum. Hrærið vel saman. Setjið kartöflurnar í ofnskúffuna og dreifið vel úr þeim. Bakið í 45 – 60 mínútur. Að lokum dreifið þið smjörbitunum yfir og stráið steinseljunni yfir kartöflurnar.  Berið strax fram.

Ritstjórn ágúst 30, 2019 07:37