Tengdar greinar

Grillaðar tortilla pönnukökur

Senn líður að sumarlokum en enn er tími til að grilla. Hér er uppskrift að grilluðum pönnukökum sem fallið hafa í kramið hjá öllum aldurshópum og eru bæði góðar heitar og kaldar.

4 stórar tortilla pönnukökur
1 dós baunamauk, hitað í potti

1 dós kjúklingabaunir
1 – 2 krukkur taco sósa, sterk
10 kirsuberjatómatar, saxaðir gróft
1 rauðlaukur, smátt saxaður
rifinn ostur
nýmalaður svartur pipar
maldon salt
1 dós sýrður rjómi
ferskar kryddjurtir að vild, t.d. kóríander eða steinselja

Hitið baunamaukið og smyrjið á helminginn af pönnukökunum. Skolið baunirnar og dreifið yfir pönnukökurnar ásamt tómötunum, rauðlauknum og kjúklingastrimlunum. Dreifið svolitlu af tacosósunnni yfir og berið afganginn af sósunni fram með. Dreifið að síðustu rifnum osti jafnt yfir og lokið pönnukökunum með annarri pönnuköku. Grillið þar til osturinn hefur bráðnað vel eða í 6-8 mínútur.

2 kjúklingabringur sem skornar hafa verið eftir endilöngu þannig að hver bringa verður að tveimur. Látið þær liggja um stund í olíu sem blandað hefur verið saman við svartan pipar, maldon salt og paprikuduft. Grillið bringurnar og skerið í strimla.

Þessar pönnukökur eru mjög góðar heitar en ekki síðri kaldar.

Ritstjórn ágúst 20, 2021 11:58