Tengdar greinar

Grillaðir sveppir með hvítlauksolíu – frábær tapasréttur í sólinni í sumar

12 sveppir, fremur stórir, stilkurinn tekinn af og saxaður

3-5 hvítlauksrif, pressuð

safi og börkur af 1 límónu, lífrænt ræktaðri

1 rautt chili aldin, smátt saxað, fræin látin vera með ef meira bragðs er óskað

2 msk. steinselja, söxuð

salt og pipar

Blandið öllu nema sveppahöttunum í skál, líka söxuðu stilkunum, og kryddið með salti og pipar. Grillið sveppina, með hattinn upp, í 2-3 mínútur eða þar til safinn fer að renna úr þeim. Snúið þeim þá við og grillið áfram í 3-4 mínútur. Setjið heita sveppina á fat og hellið hvílauksmaukinu yfir. Látið standa svolítið áður en þeir eru bornir fram.  Með þessum rétti er tilvalið að bera fram rauðvín, t.d. Faustino – Gran Reserva.

Ritstjórn maí 29, 2020 10:13