Tengdar greinar

Kynning

Kefír er  ættaður úr Kákasusfjöllunum

  Hvað er Kefir

 • Orðið kefir er til komið úr tyrkneska orðinu „Keif“ sem þýðir „góð líðan“
 • Ferskt – nýtt – hollt – einfalt – gott fyrir meltinguna – þægilegt millimál eða létt máltíð.
 • Kefir er upprunninn einhvers staðar í Kákasusfjöllunum. Enginn veit nákvæmlega hvernig eða hvenær hann varð til en hann er nú einn eftirsóttasti jógúrt kúltúrinn vegna þess hve öflugur hann er og iðandi af vinveittum gerlum.

 Virkni Kefirs

 • Kefir inniheldur svokallaða góðgerla (probiotics) sem bæta meltinguna og almenna vellíðun með því að koma þarmaflórunni í lag.
 • Ef hans er neytt daglega, getur hann haft mjög góð áhrif á heilsu okkar. Kefír styrkir ónæmiskerfið enda inniheldur hann gnótt efnasambanda og næringarefna sem efla ónæmiskerfið.
 • Gerlarnir eru fjölbreyttir og margir. En einn þeirra alveg einstakur. Hann nefnist Lactobacillus Kefiri og vinnur gegn mörgum skaðlegum bakteríum og má þar t.d. nefna E. Coli. Þessi góðgerlahópur  kemur jafnvægi á ónæmikerfið og er bókstaflega sagður „skúra“ burtu  vondum bakteríum. Annað sérstakt við kefírinn eru fjölsykrur sem nefnast kefiran sem rannsóknir hafa sýnt fram á að vinni gegn Candida sveppasýkingum, sem margir eru að kljást við.
 • Engin sambærileg vara á markaðnum en LGG og önnur fæðubótarefni sem innihalda góðgerla geta verið staðkvæmdarvara.

 Staðreyndir

 • Kefir inniheldur engan viðbættan (hvítan) sykur (má bara ekki segja það)
 • Hreinn Kefir inniheldur mjólkursykur aðeins
 • Jarðarberja og bláberja Kefir inniheldur ávaxtasykur aðeins
 • Kaffi og Blönduð ber innihalda auk bragðefnanna (kaffi konsentrat eða berjakonsentrat) ögn af Agave síróp sem gerir drykkinn aðeins sætari
Ritstjórn október 23, 2020 15:49