Tengdar greinar

Köld, bragðsterk tómatsúpa!

Hugmyndin að þessari fersku súpu fæddist að sumri og á rætur að rekja til Andalúsíu á Spáni í sumarhitum. Óneitanlega er tilvalið að bera slíka súpu fram í sumarhitum því hún er borin fram köld. Hér á landi er þó sjaldnast slíkum hitum fyrir að fara svo veður skiptir ekki miklu máli því súpan er sérlega bragðgóð köld fyrir utan hversu fyrihafalítið er að útbúa hana. Í meðförum áhugamanna í matargerð fæddist svo þessi uppskrift. Hráefnið í súpunni er mjög heilsusamlegt og er hún því tilvalin fyrir þá sem eru að huga að heilsunni. Maður finnur ýkjulaust áþreifanlega fyrir því hversu holl súpan er og hversu vel manni líður í meltingunni eftir máltíðina. Ef farið er eftir uppskriftinni er súpan bragðsterk og mörgum þykir hún hreinsandi fyrir líkamann. Mjög gott er að bera ristaða brauðteninga fram með súpunni og þá getur hver valið fyrir sig.

3 meðalstórir tómatar

1 dós niðursoðnir tómatar

dl vatn

1 lítið chilialdin með fræjum

1 agúrka, afhýdd og skorin í bita

1 msk. tómatkraftur

2-3 hvítlauksrif

2 skalotlaukar, afhýddir og skornir i bita
1 græn paprika, fræhreinsuð og niðurskorin
handfylli fersk steinselja
salt og grófmalaður pipar
tabasco-sósa, nokkrir dropar

Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og maukið saman. Smekksatriði er hvort þið viljið mauka hana algjörlega eða finna aðeins fyrir bitunum. Ef þið viljið þynna hana er einfalt að bæta smá vatni út í hana eða tómatsafa. Kælið í a.m.k. 1-2 klukkustundir áður en súpan er borin fram. Mjög gott er að bera súpuna fram með ristuðum brauðteningum.

Ritstjórn janúar 29, 2021 16:10