Mistökin í stofunni

 

Þegar vorar langar marga að breyta til heima hjá sér. Það þarf ekki að kosta nein ósköp það er hægt að breyta ótrúlega miklu með því að kaupa blóm, setja nýja púða eða mála einn eða tvo veggi. Bara láta hugarflugið ráða. Við fundum nokkur ráð fyrir þá sem hyggja á breytingar og hvaða mistök fólk ætti að forðast að gera.

  1. Kaupa húsgögn og nota þau ekki. Margir kunna að meta fallg sófaborð eða glæsilegan nýjan sófa eða stól. Notgildið getur hins vega verið takmarkað. Það getur verið óþægilegt að sitja í stólunum eða sófanum og borðið er í rangri hæð. Tilgangurinn með því að fjárfesta í húsgögnum er að nota þau og að fólki líði vel innan um húsgögnin. Það þarf því að vanda valið og ganga úr skugga um að húsgögnin séu þægileg og að þau samræmist smekk eigandans og passi vel í stofuna.
  2. Raða öllum húsgögnunum upp að veggjunum. Skápar þurfa að standa upp við vegg það vita allir. En þegar kemur að stólum, sófum og borðum er óþarfi að raða þeim upp við veggina nema því aðeins að fólk búi í mjög litlu húsnæði. Raðaðu sófum og stólum í miðja stofuna það lætur hana líta út fyrir að vera stærri.
  3. Hafa eina tegund lýsingar. Það eru algeng mistök að hafa aðeins loftljós í stofunni. Það er kannski í lagi á morgnana og um miðjan daginn þegar sólin skín en á kvöldin er þessi lýsing ekki falleg og getur látið stofuna líta út fyrir að vera fráhrindandi. Lýsing er mikilvæg, hún skapar fallegt og notalegt umhverfi. Setjð upp veggljós, notið lampa, því fjölbreyttari lýsing því notalegra.
  4. Of margir minjagripir og fjölskyldumyndir. Það er allt í lagi að hafa nokkrar fjölskyldumyndir í stofunni og fáeina minjagripi en það er engin ástæða til að yfirfylla allt af myndum og minjagripum. Þetta dót safnar bara ryki.
  5. Að hafa ekki nógu mörg sæti. Minimalismi er frábær en fólk þarf samt að vera raunhæft þegar kemur að sætum í stofunni. Það er ekki hægt að troða öllum í einn sófa. Kauptu stóla og húsgögn sem hafa margþætt notagildi eins og sófaborð sem hægt er að breyta í bekk. Þumalfingurreglan er að það ættu að vera; jafn mörg sæti í stofunni og við borðstofuborðið.
  6. Ekki nægilega mikið af púðum. Ef þú vilt að stofan sé notaleg áttu að fjárfesta í mörgum lausum púðum. Það er lítið mál að breyta yfirbragði stofunnar með púðum í nýjum litum og þeir skapa mikinn hlýleika.
  7. Of stutt gluggatjöld. Ef þú vilt að það ríki jafnvægi í stofunni þá eiga gluggatjöldin að nema við gólf. Síddin á gluggatjöldunum er kannski ekki ofarlega á forganslistanum hjá þér en hún ætti að vera það. Of stutt gluggatjöld láta stofuna virka minni og það skortir á jafnvægi.
  8. Ekki hengja myndir í rangri hæð. Það er kúnst að hengja upp myndir svo að vel fari sama hvort það eru fjölskyldumyndir eða málverk. Þær mega ekki vera of hátt á veggjunum og ekki of lágt. Góð regla er að það séu um einn og hálfur metri frá gólfi og að miðju myndarinnar.
Ritstjórn apríl 21, 2017 12:10