Rokkið eins og eiturlyf

Elvis Presley

Elvis Presley

„Stöðugt berast féttir af nýjum landvinningum „Rock ´n roll“ tónlistarinnar sem gerir unglinga viti sínu fjær, svo þeir brjóta allt og bramla, sem hönd á festir,“ segir í grein sem birtist í Tímanum í október 1956. „Rock ´n roll“ þýðir eiginlega „hristingur og velta“  og mun það vera samnefni segir ennfremur.  „Bezta lýsingin sem enn hefur komið fram varðandi verkanir og áhrif hristingsins, er að hann sé nokkurs konar eiturlyf í formi tónlistar, er leysi tilfinningarnar úr viðjum.“  Og ekki fær tónlistin háa einkunn hjá blaðamanni Tímans. „Tónlist þessi er svo gott sem án lags og varla nokkuð annað en taktur, sem er endurtekinn í sífellu, stöðugt hraðra og sterkara, eins og stundum hefur sést hér í kvikmyndum frá þjóðflokkum í Afríku. Hljóðfærin eru píanó, bumba, bassi og gítar. Þá er einnig notaður tenór-saxófónn til að endurtaka lagstúfinn, fylgir með taktinum. Lagstúfurinn er endurtekinn í það óendanlega meðan taktslátturinn bylur á áheyrendum, unz áheyrendur verða óðir.“   Ýmislegt fleira hefur höfundur greinarinnar að athuga við rokkið og áhrif þess á æsku landsins.  Hann kennir Elvis Presley um rokkfaraldurinn og segir svo: „Textarnir sem hann syngur eru eitthvað í þess átt. „Hi-luh-huh-huh-hev yew hew“ og þar með fer allt af stað í skjálftakippum, hristingi og veltu.“  (Greinin sem vísað er til birtist í ritinu Ísland í aldanna rás 1951-1975. JPV 2001)

https://www.youtube.com/watch?v=AyTqZR6LbAs

Ritstjórn október 8, 2015 12:29