Tengdar greinar

Rúllutertubrauð í klúbbinn

Nú eru klúbbarnir að fara í gang aftur aftir langan tíma í covid fári svo gott er að rifja upp gamla, góða rúllubrauðið sem öllum þykir gott.

 

1 rúllutertubrauð

100 g pepperoni, skorið smátt

grillaðar paprikur úr krukku

100 g ferskur, rifinn parmesanostur

8-10 ólífur, smátt skornar

1 dós sýrður rjómi

ítölsk kryddblanda

rifinn ostur

Hrærið papperoni, papriku, parmesanosti og ólífur saman við sýrða rjómann. Blandið kryddblöndunni saman við og dreifið fyllingunni jafnt yfir brauðið. Rúllið brauðinu saman og stráið rifna ostinum yfir. Bakið í ofni við 180°C í 20 mínútur.

Ritstjórn september 10, 2021 14:47