Tengdar greinar

Stefnumót eða ekki, er það virkilega málið?

„Ég skildi við eiginmann minn fyrir 15 árum og síðan þá hef ég þrisvar sinnum átt í tveggja ára sambandi við aðra menn. Sambandi númer eitt lauk með óvæntum dauðdaga mannsins, samband númer tvö endaði af því mér leiddist hann svo óskaplega og samband númer þrjú var við tónlistarmann sem var 13 árum yngri en ég og við bjuggum saman í eitt ár. Þótt það væri skemmtilegt var það ekki líklegt til að endast“  þannig hófst grein á bandarískri vefsíðu en þar lýsir fráskilda konan lífi sínu og samskiptum við hitt kynið. Hún segir:

 Athyglisvert er að á þeim tíma sem ég hef verið einhleyp hefur líf mitt verið fjörugra en áður. Börnin mín eru uppkomin, farin að heiman og gengur vel. Ég hef mörg áhugamál og ég hef ,,læknast“ af því að bindast við vanvirkum mönnum. Ég giftist gítarleikara í pönkhljómsveit á sínum tíma og eignaðist með honum börnin mín. Hann reyndist svo vera ofbeldisfullur og fullkomlega vanvirkur – og ég fullyrði að það sé næg ástæða fyrir alla í slíkri stöðu að vilja breytingar.

Er einhver þarna úti?

Eftir því sem ég hef náð betra andlegu og tilfinningalegu jafnvægi í lífinu hef ég velt  fyrir mér hvort ég gæti fundið og farið á stefnumót með einhverjum venjulegum manni, til dæmis endurskoðanda. Ég hef vissulega ekki hitt neinn slíkan þegar ég fer út til að stunda þau fjölmörgu áhugamál sem ég hef.

Síðustu rómantísku kynni mín voru af iðnaðarmanninum sem ég fann til að hjálpa mér með viðgerðir á húsinu. Hann var myndarlegur, með tagl! og fannst gönguferðir skemmtilegar. Á meðan ég aðstoðaði hann við að halda við girðingarbretti sagði hann: ,,Þú ert mjög skemmtileg og góð kona. Viltu fara út að borða með mér einhvern tíman?“

Svo bæti hann við: „Ég bý í Flórída hálft árið svo ég hitti konuna mína ekki oft. Við giftum okkur fyrir tveimur árum en hún fékk krabbamein skömmu síðar. Nú er hún orðin önug og vill ekki stunda kynlíf. Þú ert með frábæran líkama.“ Þessi maður fékk mig til að endurskoða alvarlega stefnumót á netinu.

Markaðurinn á netinu

Dóttir mín hefur hjálpað mér með prófílinn minn á netinu. Ég hef búið til prófíla með þremur einhleypum vinkonum mínum yfir vínglasi. Þar birti ég mynd á góðum degi, þar sem ég er hlæjandi að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef komið fyrir  sem fyndin og heiðarleg.

Þrátt fyrir allt þetta er stefnumót á netinu eins og að sitja á fjölmennum reykfylltum bar með ömurlegri hljómveit. Allir eru að reyna ná augnsambandi, blikka og brosa en taka aldrei þátt.

Svo hvað er vandamálið?

Að spyrja einhleypu vinkonurnar mínar hefur skilað áhugaverðum árangri. Staðsetning, staðsetning, staðsetning segja þær.

Engin okkar þekkir nokkra einhleypa menn í dreifbýlinu okkar – þeir virðast allir vera giftir.

Sumir karlmenn virðast frekar takmarkaðir

Þeir lesa ekki, fá fréttir sínar af samfélagsmiðlum og drekka mikið gos og vilja bara hlýjan líkama. Hvaða líkama sem er. Bóndi, sem ég fór á stefnumót við, vildi gifta sig eftir að við höfðum verið saman í sex vikur. Ég ætla aldrei að gifta mig aftur. Fyrir mig væri fullkomið samband vinátta þar sem við byggjum  hvort í sínu húsinu og gætum  heimsótt hvort annað reglulega.

Vandamálið er ég

Þegar ég var með bóndanum, sem virtist áreiðanlegur, eðlilegur og skynsamur, sagði systir mín við mig: „Þú ættir að halda í hann því þú ert svolítið skrýtin og það er ekki víst að þú fáir þetta tækifæri aftur.“ Mánuði síðar fann ég unglingastelpuklám á iPadinum hans og uppgötvaði að hann skuldaði fyrrverandi konu sinni háa fjárupphæð. Vertu sæll!

Ritstjórn febrúar 21, 2023 07:00