Stjúpafar og stjúpömmur

Margir í stjúpfjölskyldum velta því fyrir sér hvort það náist einhvern tímann að sameina fjölskylduna. Sumar stjúpfjölskyldur eru heppnar  og í þeim nær fólk að tengjast á eðlilegan hátt, aðrir eru ekki svo heppnir. Í slíkum fjölskyldum verður fólk að leita sér aðstoðar við að losa sig við reiði og biturleika. En í öllum tilvikum reynið að gera ykkar besta, í raun og veru getur enginn gert meira en það.

Þegar fullorðin börn giftast öðru sinni eru alltof margir sem telja að það þurfi að elska hina nýju tengdadóttur eða son og börn þeirra eins og eigin afkomendur. En ást er tilfinning og það er ekki hægt að neyða fólk til að elska. Ef þér þykir vænt um stjúpbarnabörnin þín þá er það gott, en þér þarf ekki að þykja vænt um þau svo fremi sem þú sýnir þeim góðvild, samúð og virðingu. Enginn ætti að ætlast til meira eða minna af þér í þessu efni. Þegar fólk er laust við allar væntingar um ást er miklu auðveldara að að vera almennilegur við nýja  fólkið í fjölskyldunni. Tíminn einn getur svo leitt það í ljós hvort okkur fer að þykja raunverulega vænt um nýju fjölskylduna.

Það getur verið mikill munur á milli stjúpsystkina. Sum fá fleiri afmælis- og jólagjafir frá ættingjum sínum en önnur. Óafvitandi geta afar og ömmur aukið þennan mun með því að gefa líffræðilegum barnabörnum sínum dýrar gjafir á meðan þau gefa hinum ekki neitt. Þetta getur alið á andúð og ósamkomulagi og sært tilfinningar yngri barna sem skilja ekki af hverju þau fá miklu minna eða hreinlega ekkert frá stjúpafa og ömmu. Það þarf ekki að kaupa jafn dýrar gjafir handa öllum en það ætti að kaupa gjafir handa öllum og ekki skilja neinn út undan.

Ef stjúpbarnabörnin hunsa afa og ömmu sem vilja byggja upp gott samband við þau, getur það sært. Hafðu í huga að þau geta hafnað þér af einhverjum ástæðum sem hafa ekkert að gera með þig sem manneskju. Kannski finnst þeim nóg að eiga sína líffræðilegu afa og ömmur og þurfi ekki fleiri sama hversu góð og yndisleg stjúpafinn og amman eru. Þeim gæti líka þótt sem þau væru að svíkja afa sinn og ömmu með því að fara að þykja vænt um nýja fólkið. Það getur tekið tíma að komast yfir þessar tilfinningar og kannski breytist viðmótið ekki í ykkar garð þrátt fyrir að þið reynið ykkar besta. Takið hlutunum eins og þeir eru og takið höfnun barnanna ekki inn á ykkur.

Frí geta verið sársaukafull fyrir samsetta fjölskyldu. Börnin sakna oft einhverra sem tilheyrðu gömlu fjölskyldunni. Til að gera fríin skemmtileg skapið þá nýjar hefðir, farið á nýja staði og bjóðið fólki sem þið hafið ekki áður farið með í frí. Gerið það sama á öðrum frídögum bjóðið fleirum úr stjúpfjölskyldunni að vera með ykkur og gerið það sama á öðrum frídögum.

Ritstjórn mars 26, 2018 14:02