Þekktu rétt þinn!

Full ástæða er til að benda fólki á að kynna sér vel vefinn island.is. Þar er að finna mjög fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar. Meðal annars er þar upplýsingavefur Tryggingastofnunar sem er mjög skýr og aðgengilegur. Mjög auðvelt er að nálgast alla vitneskju um réttindi sín. Nefna má að ekki vita allir að þeir gætu átt rétt á umönnunarbótum vegna veikinda maka eða dánarbótum eftir fráfall hans. Það getur munað um þessar upphæðir í erfiðum aðstæðum en fólk þarf sjálft að sækja um þær. Fólk sem dvelur á dvalarheimilum getur sótt um ráðstöfunartekjur skerðist lífeyrir þess mikið vegna þátttöku í dvalarkostnaði. Heimilisuppbót og aðstoð til að reka bíl eru einnig meðal þess sem hugsanlega gæti létt tekjulágum lífeyrisþegum lífið.

Vefurinn er ákaflega einfaldur í notkun og uppsetningu og ætti að reynast flestum auðvelt að nota hann. En eins má leita sér aðstoðar og fá einhvern til að sækja um fyrir sig.

Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna skrifar.

 

Ritstjórn júlí 10, 2024 07:00