Hvers vegna sérstök bókmenntaverðlaun kvenna?
Hlutur kvenna innan bókmenntaheimsins hefur ætíð verið rýrari en karla. Lengi þótti það ekki sæmandi konum að skrifa og þær sem gerðu það fengu iðulega ómaklega gagnrýni. Gert var lítið úr sögum þeirra, einkum þegar þær skrifuðu um reynsluheim sinn.