Heyra liðskiptaaðgerðir sögunni til?
Fjölmargir Íslendingar þjást af slitgigt og biðlistar eftir liðskiptaaðgerðum eru langir hér á landi. Slitgigt lýsir sér þannig að brjóskið milli liða eyðist og slitnar en það veldur því að liðurinn verður ekki eins hreyfanlegur og bólgur taka að myndast.