Louis Vuitton gerbreytti ferðamöguleikum manna og hönnun hans lifir enn í dag
Sextán ára gamall ákvað Louis Vuitton að hann ætlaði að breyta heiminum. Hann sá ekki fyrir sér hernaðarsigra eða innrásir í önnur lönd heldur töskur sem myndu gleðja fólk, hjálpa því að ferðast milli landa og njóta sín á mannamótum.







