Kennir mongólskan barkasöng
Tónlistarmaðurinn Khairkhan mætir á Borgarbókasafnið Grófinni sunnudaginn 1. febrúar klukkan 13:00 þar sem hann mun segja frá og leika á þjóðleg hljóðfæri og syngja mongólskan barkasöng. Khairkhan er tónlistarmaður frá austurhluta Innri-Mongólíu, af Khorqin-ættbálknum, en er nú búsettur í Reykjavík.







