Nú stendur yfir í Hafnarborg sýningin skart:gripur og á sunndag 26. maí kl. 14 verður boðið upp á leiðsögn en sýningunni lýkur sama dag. Sýningarstjórinn Brynhildur Pálsdóttir ásamt hönnuðunum Hildi Ýr Jónsdóttur, Helgu Mogensen og Kjartani Erni Kjartanssyni (Orr) leiða gesti um salinn og segja frá sýningargripunum.
Hildur Ýr, Helga og Kjartan eru meðal þátttakenda í sýningunni en þar getur að líta gripi eftir hóp níu gullsmiða, skartgripahönnuða og listamanna sem varpa ljósi á skartið í samtíma okkar.
Auk þeirra taka þátt í sýningunni þau Anna María Pitt, Arna Gná Gunnarsdóttir, Ágústa Arnardóttir, James Merry, Katla Karlsdóttir og Marta Staworowska en sýningin er sett upp í tengslum við HönnunarMars 2024. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.